sun 02. október 2022 12:27
Brynjar Ingi Erluson
Fótboltaheimurinn í áfalli - „Þetta er svartur dagur fyrir alla"
Gianni Infantino
Gianni Infantino
Mynd: Getty Images
Gianni Infantino, forseti alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, segir þetta svartan dag fyrir alla sem tengjast fótbolta, en hann hefur sent frá sér yfirlýsingu í kjölfarið á því að 174 létust eftir troðning í efstu deild í Indónesíu í gær.

174 dóu og 180 eru særðir eftir troðning á Kanjuruhan-leikvanginum í Indónesíu.

Erkifjendurnir Arema FC og Persebaya Surabaya áttust þá við en undir lok leiks fóru fjölmargir stuðningsmenn inn á völlinn og ákvað lögregla að bregðast við með að skjóta táragasi í átt að stuðningsmönnum.

Mikil skelfing greip um sig og reyndu áhorfendur að finna leiðir til að komast útaf leikvanginum. Leikvangurinn tekur 38 þúsund manns en talið er að 42 þúsund miðar hafi selst á leikinn.

Infantino sendir hlýjar kveðjur til Indónesíu í yfirlýsingu sinni í dag.

„Fótboltaheimurinn er í áfalli eftir hræðilegu atburðina sem áttu sér stað í Indónesíu í lok leiks Arema FC og Persebaya Surabaya á Kanjuruhan-leikvanginum."

„Þetta er svartur dagur fyrir alla sem tengjast fótbolta og ekki hægt að lýsa því hve sorglegt þetta er. Ég sendi mínar dýpstu samúðarkveðjur á fjölskyldur og vini þeirra sem týndu lífi sínu í þessu sorglega slysi."

„FIFA og allt fótboltasamfélagið sendir hlý skilaboð og biður fyrir þeim sem létu lífið og þeim sem særðust. Einnig sendum við hlýja strauma til Indónesíu, asíska knattspyrnusambandsins, indónesíska sambandsins og deildarinnar á þessum erfiðu tímum,"
sagði Infantino.

Sjá einnig:
Að minnsta kosti 174 látnir í troðningi í Indónesíu
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner