Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 02. október 2022 21:08
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Keane: United sýnir Ronaldo vanvirðingu
Mynd: Getty Images

Manchester United steinlá í grannaslagnum gegn Manchester City í dag.


Cristiano Ronaldo hefur ekki verið í náðinni hjá Erik ten Hag en stjórinn sagðist ekki hafa sett hann inn á i dag af virðingu við ferilinn hans.

Roy Keane fyrrum leikmaður United var alls ekki sáttur með þessi rök stjórans.

„Mér finnst United vera að bera vanvirðingu fyrir Ronaldo. Þeir hefðu átt að leyfa honum að fara í sumar. Stjórinn sagðist þurfa á honum að halda, allt í góðu, þú þarft ýmsa möguleika. Þú heldur ekki Ronaldo til að sitja á bekknum. Hann er einn af bestu leikmönnum heims, þessi rök að hann hafði enga möguleika er kjaftæði," sagði Keane.

„Hann var með möguleika, 4-5 góða möguleika. stjórinn setti Martial inná sem skoraði tvö en ef við lítum á stóru myndina þá er hann ekki að fara spila Ronaldo, hann hefur spilað nokkra Evrópuleiki, þetta verður bara ljótara eftir því sem líður á tímabilið."


Athugasemdir
banner
banner
banner