Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 02. október 2022 22:43
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Mane: Ekki auðvelt að fara úr einu liði í annað
Mynd: EPA
Bayern Munchen vann Leverkusen 4-0 í 8. umferð þýsku Bundesligunnar á föstudagskvöldið. Sadio Mane skoraði eitt af mörkum liðsins.

Þetta var fyrsta deildarmarkið hans síðan í þriðju umferð en hann segir að það sé erfitt að aðlagast nýju landi en hann gekk til liðs við Bayern frá Liverpool í sumar.

„Að skipta frá einu félagi í annað er ekki auðvelt. Ég var í 9 ár á Englandi, sex hjá Liverpool og tvö hjá Southampton. Nú er ég í nýju landi, það er ekki auðvelt því allt breytist svo skyndilega: Fólkið, æfingarnar og allt," sagði Mane í samtali við heimasíðu UEFA.

„Ég þarf að aðlagast, ég vissi það og það kom ekkert á óvart. Þetta er að gerast eins og ég ímyndaði mér. Fólkið tekur vel á móti manni, fólkið í kringum félagið er æðislegt og ég er svo ánægður."


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner