Íslandsmeistaralið Víkings mætti í heimsókn á Samsungvöllinn fyrr í dag og mættu þar Stjörnunni í 26. umferð Bestu-deildarinnar. Leikar enduðu 3-1 fyrir þeim bláklæddu. Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkings R. mætti í viðtal eftir leik.
Lestu um leikinn: Stjarnan 3 - 1 Víkingur R.
„Mér fannst þetta skemmtilegur leikur. Fyrri hálfleikur var mjög góður, Stjarnan voru góðir og við virkilega góðir. Í seinni hálfleik fór þetta út í leik sem við kunnum ekki jafn vel og Stjarnan. Maður á mann, opinn og tilviljunarkenndur leikur."
Arnar er spurður hvort það sé þynnka í liðinu eftir að hafa unnið tvöfalt
„Nei mér leiðist svona afsakanir, Stjarnan voru bara góðir í kvöld og mér fannst við á köflum góðir.
Nei þynnka er svo léleg afsökun, ég held að það sé ekki til í okkar orðaforða."
Nokkrir sterkir leikmenn Víkinga voru utan hóps í dag
„Ef að þetta væri úrslitaleikur þá hefðu menn aðeins teipað sig og gert sig klára fyrir leikinn en það er engin ástæða til að taka neina sénsa með nokkra leikmenn."
Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir