Bayern finnst óraunhæft að geta fengið Varane - Werner tilbúinn að hafna United - Sesko til Arsenal? - Klopp hrifinn af Malen - Van de Beek á förum
   mán 02. október 2023 10:13
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Óskar Hrafn: Það er alveg rétt að ég hef rætt við þetta lið
watermark Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks.
Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, staðfesti það í samtali við Fótbolta.net í gær að hann hefði rætt við norska félagið Haugesund.

Óskar gerði Blika að Íslandsmeisturum á síðasta ári og var svo fyrsti þjálfarinn sem kom íslensku karlaliði í riðlakeppni í alvöru Evrópukeppni.

Haugesund er í fallbaráttu í norsku deildinni en liðið á sjö leiki eftir. Það er án sigurs í átta síðustu leikjum og situr í 14. sæti af sextán liðum en það er umspilssæti um að bjarga sér frá falli.

„Það er alveg rétt að ég hef rætt við þetta lið. Ég ætla ekki að neita því. Það er alltaf á einhverjum byrjunarreit," sagði Óskar við Fótbolta.net í gær.

Ætlar hann að klára Evrópukeppnina með Breiðabliki?

„Ég er með samning út 2025 og ég held mig við það á meðan ekkert annað er í gangi."

Auðvitað hefur alltaf verið draumur minn að stýra KR
Framtíð Óskars hefur verið mikið í umræðunni en ekki er ólíklegt að fleiri félög í Skandinavíu séu með augastað á honum. KR, sem vann Breiðablik 4-3 í ótrúlegum leik í gær, hlýtur þá að renna hýru auga til Óskars. Hann sagði í samtali við Vísi að sér hefði alltaf dreymt um að þjálfa KR.

„Ég er KR-ingur, uppalinn hérna og bjó fyrstu 23 ár ævi minnar í blokkunum hérna við völlinn. Auðvitað hefur alltaf verið draumur minn að stýra KR en hvenær og hvort það gerist... Núna eru menn að kveðja frábæran þjálfara og ég sé á eftir honum sem KR-ingur en mér finnst ótímabært að tala um það. Ég er samningsbundinn Breiðabliki en ég er KR-ingur og vil þessu félagi allt það besta," sagði Óskar sem er eins og áður kemur fram samningsbundinn Breiðabliki áfram út næsta tímabil.
Óskar Hrafn: Seinni hálfleikur var ekki okkur sæmandi
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner