Arsenall vill fá Kudus - Man Utd skoðar að losa Zirkzee - Maignan til City og hvað verður um Davies og David?
   mið 02. október 2024 13:58
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Passað upp á Kristian - „Viljum ekki eyðileggja unga leikmenn"
Icelandair
Kristian spilaði síðast með A-landsliðinu í júní.
Kristian spilaði síðast með A-landsliðinu í júní.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í leik með Ajax á síðasta tímabili.
Í leik með Ajax á síðasta tímabili.
Mynd: EPA
Kristian Nökkvi Hlynsson verður ekki með A-landsliðinu í komandi leikjum. Kristian er mættur aftur á völlinn eftir meiðsli sem héldu honum frá vellinum þegar síðustu landsleikir voru spilaðir.

Kristian er byrjaður að spila með Ajax en er þó ekki kominn á fulla ferð. Landsliðsþjálfarinn var spurður út í stöðu Kristians á fréttamannafundi í dag. Hann ræddi bæði um leikform Kristians og blönduna í hópnum.

„Kristian var að glíma við meiðsli fyrir síðasta glugga og hefur ekki spilað mjög mikið. Hann kom inn á í síðasta Evrópuleik Ajax. Hann þarf að byggja upp formið sitt. Kannski ættum við að spila honum með U21 landsliðinu svo hann fái mínútur í lappirnar. Svo þurfum við að sjá hvort hann höndli það."

„Ég talaði við Kristian í dag, Ajax á leik gegn Spart Prag á morgun. Vonandi verður hann í lagi, fær vonandi mínútur í þeim leik og getur spilað með U21 landsliðinu. Það er mikilvægt fyrir okkur."


Hareide var spurður hvort hann hefði áhyggjur af stöðu mála hjá Kristian sem er í harðri samkeppni hjá Ajax og virtist í byrjun tímabils vera í minna hlutverki en áður í liðinu.

„Ég talaði við íþróttastjóra Ajax og ég held að þeir horfi á Kristian sem leikmann sem á mjög spennandi framtíð fyrir sér, og ég sé þetta eins. Þess vegna hef ég í raun ekki áhyggjur."

„Það er mikilvægt að skilja að við erum með Ísak (Bergmann Jóhannesson) á miðjunni sem er ári eldri en Kristian og tvo reynslumikla leikmenn í Jóhanni Berg Guðmundssyni og Arnóri Ingva Traustasyni. Núna er Stefán Teitur Þórðarson búinn að koma sér í þá stöðu að vera mjög mikilvægur leikmaður á miðjunni. Styrkleiki leikmannanna er mismunandi. Kristian býr yfir gríðarlegi getu og færni. Við þurfum að velja leikmenn sem geta spilað saman og gert liðið eins sterkt og mögulegt er, við hugsum alltaf hlutina þannig þegar við veljum hópinn."

„Hann er alltaf í huga okkar, en það þarf að fara varlega með yngri leikmenn, við viljum alls ekki eyðileggja þá og viljum eiga í góðu sambandi við félögin. Við viljum ekki að leikmenn séu ofnotaðir og meiðist út af því. Það skapar vandamál fyrir Ajax, Ísland og Kristian sjálfan,"
sagði Hareide.

Kristian er fæddur árið 2004 og á að baki tvo A-landsleiki.
Athugasemdir
banner