Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 02. nóvember 2019 16:01
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Lineker: Þegar það er skoðað í VAR þá er ég rangstæður
Mynd: Screenshot
Trezeguet skoraði mark Villa.
Trezeguet skoraði mark Villa.
Mynd: Getty Images
„Það er dæmt mark af Firmino vegna rangstöðu. Hann var ekki rangstæður en VAR ákvað að hann var það. Þegar það er skoðað í VAR þá er ég núna rangstæður," skrifar Gary Lineker, þáttastjórnandi Match of the Day á BBC og fyrrum leikmaður Tottenham, Barcelona og Everton.

Lineker vitnar þarna í markið sem dæmt var af Firmino í leik Aston Villa og Liverpool. Staðan var 1-0 fyrir Villa þegar Firmino virtist vera að jafna leikinn. Aðstoðardómarinn flaggaði rangstöðu og VAR staðfesti dóminn.

Firmino var ansi tæpur á því að vera rangstæður, ef hann var það yfir höfuð.

Mark Aston Villa var einnig skoðað í VAR. Mynd af atvikinu hjá Firmino má sjá í myndinni sem fylgir fréttinni.
Athugasemdir
banner
banner