Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 02. desember 2020 12:29
Elvar Geir Magnússon
Arteta segir að David Luiz sé fínn: Með einn þann færasta til að meta hann
David Luiz fær aðhlynningu.
David Luiz fær aðhlynningu.
Mynd: Getty Images
Mikel Arteta, stjóri Arsenal, segir að varnarmaðurinn David Luiz sé fínn en hann lenti í rosalegum árekstri við Raul Jimenez, sóknarmann Wolves, á sunnudaginn.

Báðir fengu þung höfuðhögg, Jimenez höfuðkúpubrotnaði en David Luiz hélt áfram að spila út hálfleikinn. Luiz spilaði með vafning um höfuðið en gagnrýnt hefur verið að hann hafi verið látinn spila áfram.

„Læknateymið hefur fylgst vel með honum. Hann fékk ljótan skurð," segir Arteta.

„Fólk má alveg hafa sína skoðun á því hvort hann hefði átt að spila áfram en við búum svo vel að hafa einn færasta sérfræðing landsins í þessum efnum. Læknirinn okkar, Gary O Driscoll, hefur feikilega reynslu í fótbolta og ruðningi."

„Hann veit algjörlega hvað hann er að gera. Hann skoðaði hann og fór eftir öllum prófum áður en hann mat það að hann gæti spilað áfram. Allt var gert á réttan hátt og með velferð leikmannsins í huga."

Í umræðunni hefur verið að leyfa tímabundnar skiptingar þegar leikmenn verða fyrir höfuðhöggum.

David Luiz verður ekki með Arsenal í Evrópudeildarleiknum gegn Rapid Vín á morgun en Arteta segir að hann ætti að vera orðinn klár í grannaslaginn gegn Tottenham á sunnudag. „Ég held að hann verði klár í þann leik ef sárið grær vel og hann getur skallað boltann," segir Arteta.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner