Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fim 02. desember 2021 15:00
Elvar Geir Magnússon
Glazer fundar með stuðningsmönnum Man Utd
Joel Glazer, einn af eigendum Manchester United.
Joel Glazer, einn af eigendum Manchester United.
Mynd: Getty Images
Joel Glazer, annar af formönnum Manchester United, mun í janúar taka þátt í fundi með nýstofnaðri stuðningsmannanefnd United. Fundurinn er settur á til að styrkja böndin milli félagsins og stuðningsmanna.

Richard Arnold sem er í framkvæmdastjórn United mun einnig sitja fundinn en talið er að hann taki við daglegum rekstri þegar Ed Woodward stígur til hliðar.

Alls verða sjö talsmenn stuðningsmanna á fundinum, þar á meðal Christopher Saad sem er annar af formönnum stuðningsmannanefndarinnar. Hann hefur allt sitt líf haldið með United og er reyndur lögmaður.

„Ég hef trú á því að við munum koma á fót nýju jákvæðu líkani fyrir þátttöku stuðningsmanna," segir Saad.

„Stundum verður samkomulag, stundum ágreiningsefni. Við munum ekki hika við að segja okkur skoðun hreint út."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner