banner
   fim 02. desember 2021 20:59
Brynjar Ingi Erluson
Skiptar skoðanir á marki Arsenal - „Þetta er ótrúleg ákvörðun"
Fred og David De Gea mótmæla
Fred og David De Gea mótmæla
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Sérfræðingar hjá BBC og Sky Sports kemur ekki saman um þá ákvörðun Martin Atkinson að dæma mark Emile Smith Rowe gegn Arsenal, gott og gilt.

Brasilíski miðjumaðurinn Fred steig á ökklann á David De Gea, markverði United, eftir hornspyrnu. De Gea lá í markinu en áfram hélt leikurinn og skoraði Smith Rowe.

Rob Green, fyrrum markvörður Chelsea og enska landsliðsins, segir að þetta sé ótrúleg ákvörðun að dæma markið gilt.

„Þetta er ótrúleg ákvörðun. Já, þú ert með höfuðmeiðsli þar sem það er leyfilegt að stöðva leikinn, en þetta eru raunveruleg meiðsli. Það er ómögulegt fyrir Manchester United að koma í veg fyrir þetta mark. De Gea hefði varið þetta. Þetta er ótrúleg ákvörðun," sagði Green.

Fyrrum framherjarnir Kevin Campbell og Glenn Murray telja Atkinson hafa gert rétt.

„Það kemur ekki á óvart að þetta hafi verið dæmt gilt. Einungis liðsfélagi hans var nálægt honum. Ég sé ekki hvernig hann ætti ekki að gefa þetta mark. Ég skil ekki hvað fólk sér að þessu," sagði Murray.

„Ég tel þetta vera rétta ákvörðun. Þetta svokallaða brot var frá Fred á eigin markverði. Leikmenn United voru ekki sáttir og held þeir hafi ekki fattað að það var Fred sem fór í markvörðin," sagði Campbell á Sky og bætti Jamie Carragher við því á Twitter að þetta hlyti nú að vera mark.

Sjá einnig:
Sjáðu markið: De Gea lá óvígur eftir samstuð við Fred


Athugasemdir
banner
banner