Arsenal leggur fram tilboð - Schick til Englands - Emi á útleið og fer Inzaghi til Sádi?
   lau 02. desember 2023 06:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Selma Dögg og Ylfa Laxdal semja við ÍA
Kvenaboltinn
Selma Dögg
Selma Dögg
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Selma Dögg Þorsteinsdóttir og Ylfa Laxdal Unnarsdóttir hafa skrifað undir nýjan samning við ÍA. Báðar skrifa undir til loka ársins 2025.


Selma er fædd árið 2002 og er uppalin hjá félaginu. Hún hefur leikið 63 leiki og skorað tvö mörk í búningi ÍA. Ylfa er fædd árið 2005 en hún spilar sem kantmaður.

Hún lék sinn fyrsta leik fyrir aðalliðið árið 2019 og hefur síðan þá leikið 59 leiki og skorað 21 mark.

Þær munu taka slaginn með ÍA í Lengjudeildinni næsta sumar en liðið hafnaði í 2. sæti í 2. deildinni á síðustu leiktíð.


Athugasemdir
banner
banner
banner