Færist nær því að yfirgefa Man Utd - Barca ætlar að kaupa Rashford - Newcastle hefur áhuga á Ederson
   mán 02. desember 2024 14:05
Elvar Geir Magnússon
Hvað er að vera 'Spursy'?
Sagnorðið „Spursy“ hefur fest sig í sessi hjá fótboltaáhugafólki. En hvað þýðir það að vera Spursy?

Orðið er tilvísun í Tottenham og notað til að lýsa miklum óstöðugleika, ná ekki að landa sigrum og gera stuðningsmenn gráhærða.

„Þetta er ekki skemmtilegt orð, en því miður er það lýsandi fyrir Tottenham. Liðið hefur verið ótrúlega óstöðugt. Í raun hefur það bæði verið rosalega gott og rosalega lélegt á þessu tímabili," segir Anna Howells, stuðningsmaður Tottenham.

BBC fjallar um notkunina á orðinu 'Spursy' og segir að það eigi vel við úrslitin hjá Tottenham á undanförnu. Liðið vann meistarana í Manchester City 4-0, fékk á sig jafnteflismark í lokin gegn Roma og náði svo ekki að vinna Fulham. Mjög 'Spursy' vika.

Tottenham hefur skorað flest mörk allra liða í ensku úrvalsdeildinni, 28 mörk í 13 leikjum, en er samt sem áður í sjöunda sæti.

„Þetta er mjög pirrandi. Við fáum að sjá það á köflum hversu gott þetta lið er. Boltinn hjá Ange Postecoglou er áhættusækinn og stundum erum við verðlaunaðir. En svo sjáum við frammistöðu gegn botnliðum eins og Ipswich og Crystal Palace þar sem við töpum," segir Alison Speechly, stuðningsmaður Tottenham.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 10 8 1 1 18 3 +15 25
2 Man City 10 6 1 3 20 8 +12 19
3 Liverpool 10 6 0 4 18 14 +4 18
4 Sunderland 10 5 3 2 12 8 +4 18
5 Bournemouth 10 5 3 2 17 14 +3 18
6 Tottenham 10 5 2 3 17 8 +9 17
7 Chelsea 10 5 2 3 18 11 +7 17
8 Man Utd 10 5 2 3 17 16 +1 17
9 Crystal Palace 10 4 4 2 14 9 +5 16
10 Brighton 10 4 3 3 17 15 +2 15
11 Aston Villa 10 4 3 3 9 10 -1 15
12 Brentford 10 4 1 5 14 16 -2 13
13 Newcastle 10 3 3 4 10 11 -1 12
14 Everton 10 3 3 4 10 13 -3 12
15 Fulham 10 3 2 5 12 14 -2 11
16 Leeds 10 3 2 5 9 17 -8 11
17 Burnley 10 3 1 6 12 19 -7 10
18 West Ham 10 2 1 7 10 21 -11 7
19 Nott. Forest 10 1 3 6 7 19 -12 6
20 Wolves 10 0 2 8 7 22 -15 2
Athugasemdir
banner