Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   fös 03. febrúar 2023 20:09
Brynjar Ingi Erluson
Félagið klofið vegna Greenwood - Styrktaraðilar neita að tjá sig
Mason Greenwood
Mason Greenwood
Mynd: Getty Images
Framtíð Mason Greenwood hjá Manchester United liggur í lausu lofti en það eru skiptar skoðanir á því innan klúbbsins hvort hann eigi framtíð þar eða ekki. Guardian greinir frá.

Greenwood var ákærður fyrir tilraun til nauðgunar, ofbeldisfulla hegðun og líkamsárás gegn kærustu sinni.

Englendingurinn var handtekinn eftir að kærasta hans birti myndir af áverkum sínum og hljópupptöku þar sem hann neyðir hana til kynmaka.

Greenwood hefur ekki spilað með United síðan en í gær komu nýjar vendingar í málinu. Allar ákærurnar voru felldar niður enda var ekki lengur talinn möguleiki á sakfellingu.

Manchester United sendi frá sér yfirlýsingu þar sem það greindi frá tíðindum og sagði þá málið í ferli hjá félaginu en ekki liggur fyrir hvort hann verði áfram í herbúðum United.

Stjórn og starfsfólk Manchester United kemur ekki saman um hvað skal gera við Greenwood. Nokkrir aðilar segja að hann eigi aldrei aftur að spila fyrir félagið en aðrir benda á niðurstöðu málsins og þá staðreynd að hann hafi verið á mála hjá United frá 7 ára aldri.

Einnig er tekið mið af því hvaða áhrif þetta mun hafa á klúbbin sjálfan og ímynd hans. Styrktaraðilar fylgjast náið með þessu máli en neita að tjá sig að svo stöddu.

Greenwood er samningsbundinn United til 2025.
Athugasemdir
banner