Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 03. mars 2021 10:30
Magnús Már Einarsson
Arteta um Barcelona: Er einbeittur á Arsenal
Mynd: Getty Images
Mikel Arteta, stjóri Arsenal, segist vera einbeittur á starf sitt hjá félaginu og að hann sé ekki að hugsa um að fara til Barcelona.

Forsetakosningar eru framundan hjá Barcelona. Joan Laporta þykir líklegur til að verða kosinn forseti og sagt er að hann vilji fá Arteta til að taka við þjálfun Barcelona af Ronald Koeman.

Hinn 38 ára gamli Arteta ólst upp hjá Barcelona en spilaði aldrei með aðalliði félagsins.

„Það eru alltaf sögusagnir þegar það eru kosningar framundan hjá Barcelona. Þetta er stórt lið og ég auðvitað ólst þar upp svo það verða alltaf sögusagnir," sagði Arteta á fréttamannafundi í dag.

„Ég er algjörlega einbeittur á starf mitt hér. Við eigum mikið verk fyrir höndum og ég er að njóta þess. Það eru forréttindi fyrir mig að stýra þessu fótboltafélagi og ég er gríðarlega ánægður."
Athugasemdir
banner
banner