Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   sun 03. mars 2024 18:47
Brynjar Ingi Erluson
Guardiola: Foden er besti leikmaður úrvalsdeildarinnar í augnablikinu
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Pep Guardiola, stjóri Manchester City á Englandi, var ánægður með gott dagsverk í 3-1 sigrinum á Manchester United á Etihad, en hann segir Phil Foden var besta leikmann ensku úrvalsdeildarinnar í augnablikinu.

Foden tókst að snúa leiknum við með tveimur mörkum í síðari hálfleik áður en Erling Haaland tryggði sigurinn.

Guardiola var ekki nógu ánægður með sóknarleikinn í fyrri hálfleiknum, en það batnaði í þeim síðari.

„Að vinna ekki leikinn hefði verið slæmt en við náðum að samtvinna úrslitin með frammistöðunni og það er mjög gott.“

„Við byrjuðum mjög vel en eftir sjö mínútur vorum við ekki í línu eftir fyrsta langa bolta leiksins. Það var aðeins meira stress í okkur á síðasta þriðjungi vallarins í fyrri hálfleiknum, en annars var þetta mjög góður leikur.“

„Þetta er lið sem er byggt fyrir þessa umbreytingu og þeir geta drepið þig með þeim. Þess vegna máttu ekki tapa þessu. Ef við sækjum ekki á þá í góðri stöðu þá geta þeir tekið þessa umbreytingar, skorað annað mark og gert þetta erfiðara.“


Foden átti stórleik og hefur átt nokkra þannig á þessari leiktíð, en Guardiola vill meina að hann sé besti leikmaður úrvalsdeildarinnar í augnablikinu.

„Þetta er magnið af leikjum sem hann er að spila. Hann var alltaf hæfileikaríkur leikmaður, en núna er hann þroskaðri og skilur leikinn betur, þá sérstaklega varnarlega. Hann getur spilað miðsvæðið, hægra megin, búið til augnablik og klippt sig inn, spilað vinstra megin og skorað þar líka. Hvað get ég sagt? Hann er besti leikmaður úrvalsdeildarinnar í augnablikinu svona miðað við það sem hann gerir. Ótrúlegur,“ sagði Guardiola sem var síðan spurður út í varnarlegt framlag leikmannsins.

„Þegar hann skorar tvö mörk þá veitir það mér meiri ánægju en allt hitt. Við ræðum það ekki einu sinni, sá sem gerir það ekki heldur ekki sæti í liðinu. Hann elskar fótbolta og lifir fyrir hann. Foden er algert yndi og vinnuframlag hans er ótrúlegt.“

Man City er nú einu stigi frá toppliði Liverpool en liðin mætast einmitt á Anfield næstu helgi.

„Þetta snýst um okkur. Við getum ekki stjórnað því hvað Liverpool og Arsenal gera. Aston Villa er líka í baráttunni, en þetta snýst um okkur. Við gerum það sem við þurfum að gera til að vinna í dag, á miðvikudag og sunnudag. Þetta er goðsagnakennt lið.“

„Tekst okkur það? Ég veit það ekki. Við erum með fleiri stig í dag en við vorum með á sama tíma á síðustu leiktíð. Munurinn er hins vegar Liverpool. Ég veit ekki hvað ég get sagt þegar andstæðingurinn hagar sér svona, en bara óska þeim til hamingju. Við tökum leik fyrir leik,“
sagði Guardiola.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner