Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fös 03. apríl 2020 16:14
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hansi Flick stjóri Bayern til 2023 (Staðfest)
Hansi Flick verður áfram þjálfari Bayern.
Hansi Flick verður áfram þjálfari Bayern.
Mynd: Getty Images
Hansi Flick hefur skrifað undir þriggja ára samning um að stýra Bayern München áfram.

Flick hefur stýrt Bayern til bráðabirgða eftir að Niko Kovac var rekinn í nóvember síðastliðnum. Bayern tilkynnti það svo í desember að Flick myndi stýra liðinu út leiktíðina og núna hefur hann skrifað undir samning til 2023.

„Félagið er mjög ánægt með vinnu Hansi Flick," segir Karl-Heinz Rummenigge, stjórnarformaður Bayern. „Liðið hefur þróast undir hans stjórn og við erum að spila aðlaðandi fótbolta, og úrslitin staðfesta þá staðhæfingu."

„Ég er viss um að getum afrekað mikið saman," segir Flick, en frá því hann tók við hefur liðið unnið 18 af 21 keppnisleik sínum. Það verður að teljast ásættanlegur árangur.

Starfið hjá þýska stórliðinu er fyrsta aðalþjálfarastarf Flick frá því hann yfirgaf Hoffenheim árið 2005. Hann hefur undanfarin aðstoðarþjálfari þýska landsliðsins og kom hann inn í þjálfaralið Bayern fyrir þessa leiktíð.

Flick er þá fyrrum leikmaður Bayern, en hann spilaði með liðinu frá 1985 til 1990 og vann hann þýsku úrvalsdeildina fjórum sinnum með félaginu.

„Það er mikilvægt að Bayern hafi þjálfara sem skilur hugmyndafræði félagsins," segir framkvæmdastjórinn Oliver Kahn.

Bayern var á toppi þýsku úrvalsdeildarinnar áður en deildin var stöðvuð vegna kórónuveirunnar.

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner