Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 03. apríl 2020 18:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Tom ekki með Leikni F. í sumar - Nýtt gervigras í höllina
Frá fögnuði Leiknismanna eftir að sætið í 1. deild var tryggt.
Frá fögnuði Leiknismanna eftir að sætið í 1. deild var tryggt.
Mynd: Daníel Þór Cekic
Tom Zurga, 22 ára gamall slóvenskur sóknarmaður sem kom til Leiknis Fáskrúðsfjarðar í febrúar, er farinn til heimalands síns og mun ekki spila með Leiknismönnum á komandi tímabili.

„Tom er 22 ára slóvenskur sóknarmaður skipti til okkar á lánssamningi frá Triglav Kranj í efstu deild Slóveníu. Á síðasta tímabili skoraði Tom 8 mörk fyrir Triglav. Tom var viðloðandi öll yngri landslið Slóveníu," sögðu Leiknismenn er hann var kynntur til leiks í febrúar síðastliðnum.

Hann er farinn heim af persónulegum ástæðum.

Jákvæðar fréttir eru einnig af austan. Í pistli á vefsíðu Leiknismanna að verið sé að fara að setja nýtt gervigras í Fjarðabyggðarhöllina þar sem Leiknir leikur heimaleiki sína.

„Starfsmenn sveitarfélagsins eru á fullu í að undirbúa grasskipti í Höllinni og beinast bænir ritara þessa pistils mjög að því að takist að hefja og helst ljúka því verki í samkomubanninu," segir í pistlinum.

Leiknir á að leika í 1. deild karla þegar Íslandsmótið hefst eftir að hafa komist upp úr 2. deild á síðustu leiktíð.
Athugasemdir
banner
banner
banner