mán 03. maí 2021 05:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þýskaland í dag - Hertha í fallsæti
Hertha þarf góð úrslit.
Hertha þarf góð úrslit.
Mynd: Getty Images
Það var ekkert spilað í þýsku úrvalsdeildinni um liðna helgi, það var bara spilað í undanúrslitum þýska bikarsins.

RB Leipzig og Dortmund komust í úrslitaleikinn og munu mætast síðar í þessum mánuði.

Í dag fer fram einn leikur í þýsku Bundesligunni. Mainz leik við Hertha Berlin. Hertha á þrjá leiki inni á önnur lið, þar á meðal gegn Mainz í fallbaráttunni.

Hertha er eins og staðan er núna í fallsæti, þremur stigum frá 16. sæti. Mainz er í 12. sæti, fimm stigum frá fallsvæðinu.

mánudagur 3. maí

GERMANY: Bundesliga
16:00 Mainz - Hertha (Viaplay)
Athugasemdir
banner
banner
banner