Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   þri 03. maí 2022 10:45
Elvar Geir Magnússon
Bróðir Lingard bálreiður: Engin furða að Man Utd sé á leið í Sambandsdeildina
Jesse Lingard.
Jesse Lingard.
Mynd: EPA
Bróðir Jesse Lingard leikmanns Manchester United lætur félagið heyra það fyrir slæma framkomu í garð leikmannsins. Hann segir það afskaplega lélegt hjá United að hafa ekki gefið Lingard færi á að kveðja í sigrinum gegn Brentford.

Samningur Lingard er að renna út og leikurinn í gær var væntanlega kveðjustund hans á Old Trafford. En þessi 29 ára leikmaður var geymdur á bekknum allan tímann í leiknum, sem United vann 3-0.

Aðrir leikmenn sem eru á förum fengu sérstaka kveðjustund, menn eins og Juan Mata og Nemanja Matic fengu heiðursskiptingar.

„20 ár af blóði, svita og tárum. Fjórir enskir titlar, þrjú mörk í bikarúrslitaleikjum. Hann fær ekki einu sinni kveðjustund. Ekki skrítið að Sambandsdeildin bíði félagsins á næsta tímabili," skrifaði Louie Scott, bróðir Lingard, á Instagram.

„Ráðist að leikmönnum fyrir að fagna á meðan félagið er selt í Ofurdeildina. Class of 92, Busby Babes, liðinu ykkar er stýrt af fólki sem þekkir ekki rangstöðuregluna. Þetta er rosalega lélegt og stuðningsmenn þurfa að gera sér grein fyrir því."

„Hann hefur verið þarna síðan hann var níu ára gamall og fékk ekki einu sinni kveðjustund!!! Vel gert vinur, fjölskyldan er stolt af þér."

Lingard hefur verið á bekknum nánast allt tímabilið og byrjaði aðeins tvo leiki undir stjórn Ralf Rangnick. Eftir frábæra frammistöðu á láni hja West Ham í fyrra hefur hann ekki fengið þann spiltíma sem hann vonaðist eftir.
Athugasemdir
banner
banner