Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mið 03. júní 2020 14:30
Magnús Már Einarsson
Carragher: Aubameyang er of góður fyrir Arsenal
Markamaskína.
Markamaskína.
Mynd: Getty Images
Jamie Carragher, sérfræðingur Sky, segir að Arsenal eigi að halda Pierre-Emerick Aubameyang innan sinna raða frekar en að selja hann í sumar.

Hinn 31 árs gamli Aubameyang hefur skorað 61 mark í 97 leikjum með Arsenal en hann á ár eftir af samningi sínum og getur farið frítt frá félaginu næsta sumar.

Carragher segir að staða Arsenal sé ekki ólík því sem hún var hjá Liverpool sumarið 2013. Liverpool hafnaði þá tilboði Arsenal í Luis Suarez og í kjölfarið var liðið í baráttunni um titilinn ári síðar.

„Það er enginn vafi að hann (Aubameyang) er of góður fyrir Arsenal. Við vorum í sömu stöðu með Suarez," sagði Carragher.

„Þú vilt halda þeim því þú getur byggt liðið upp í kringum þá en ef þeir fara þá þarftu að byrja upp á nýtt. Þetta er ekki auðvelt þegar þú ert með leikmann sem er að berjast um gullskóinn. Að halda honum gefur þeim meira tækifæri á að enda í topp fjórum."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner