Gallagher á lán til Man Utd? - Villa hefur áhuga á Johnson - Tottenham hefur hætt við að reyna að fá Semenyo
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
   fös 03. júní 2022 21:14
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Láki: Getur ekki beðið þá um að skapa fleiri færi
Lengjudeildin
Mynd: Palli Jóh / thorsport

„Það er blendin tilfinning," sagði Þorlákur Árnason þjálfari Þórs eftir 2-0 tap liðsins gegn Selfossi í Lengjudeildinni í kvöld.

Þorlákur var ánægður með leik sinna manna þrátt fyrir tapið.


Lestu um leikinn: Þór 0 -  2 Selfoss

„Þetta var góður leikur hjá Þórsliðinu. Við sköpuðum okkur nóg af færum til að vinna leikinn. Við hefðum mátt vera aðeins grimmari í vitateig andstæðingana, í heildina ánægður með spilamennskuna, baráttuna og sköpuð færi en gríðarleg vonbrigði að tapa,"

„Það voru bara þessi tvö slútt hjá þeim, frá Tokic og Gonza [Gonzalo Zamorano] sem var munurinn á liðunum. Þú getur ekki beðið þá um að skapa sér mikið fleiri færi en við gerðum í leiknum í heild sinni til að vinna,"

Þorlákur hefur verið ánægður með spilamennsku liðsins í síðustu tveimur leikjum en vill sjá fleiri stig. Honum fannst iðið sakna Bjarna Guðjóns Brynjólfssonar í kvöld.

„Uppskeran mætti vera betri, spilamennskan á Ísafirði og í dag var fín. Við vorum án Bjarna, hann er í verkefni með u19 ára landsliðinu og spilaði frammi gegn Vestra og gerði það vel. Ég fann að það var erfitt að leysa það,"

Gary Martin fyrirliði Selfyssinga var á gulu spjaldi þegar hann tók Hermann Helga Rúnarsson niður. Þorláki fannst að hann hefði átt að fá rautt í leiknum.

„Það er með ólíkindum að hann hafi klárað þennan leik og farið útaf sem varamaður, það var ástæðan fyrir því að hann var tekinn útaf. Það var virðingaleysi við leikinn að hann var ekki sendur í sturtu, dómarinn hafði nóg af tækifærum til þess," sagði Þorlákur.


Athugasemdir
banner