Dembele til Englands - Ramsdale orðaður við Bayern - Alexander-Arnold ætlar að framlengja við Liverpool
banner
   lau 03. júní 2023 11:06
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Takefusa Kubo útilokar ekki að snúa aftur til Real Madrid
Mynd: EPA
Japanski vængmaðurinn Takefusa Kubo átti frábært tímabil þegar Real Sociedad tryggði sér sæti í Meistaradeildinni á næstu leiktíð eftir að hafa endað í 4. sæti í La Liga.

Þessi 21 árs gamli vængmaður skoraði 9 mörk og lagði upp 7 í 34 leikjum.

Hann gekk til liðs við Sociedad frá Real Madrid síðasta sumar en hann hefur verið orðaður við sína gömlu félaga undanfarna mánuði.

„Ég er leikmaður Real Sociedad þessa stundina svo endurkoma til Real Madrid er ekki í boði núna. Í framtíðinni, mögulega. Ég gæti verið leikmaður Real Madrid eftir tíu ár eða verið áfram hér eða farið annað," sagði Kubo.

Japaninn spilaði ekki leik með aðalliði Real Madrid á sínum tíma en hann var á láni hjá Getafe, Mallorca og Villarreal áður en hann var keyptur til Sociedad síðasta sumar.


Athugasemdir