Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
   lau 03. júlí 2021 17:10
Magnús Þór Jónsson
Joey: Þakka strákunum þjónustuna
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Joey Gibbs setti tvö í dag þegar Keflavík lagði Stjörnuna 3-2 á Samsungvellinum.

„Þetta er sá tími á leiktímabilinu þar sem kemur í ljós hvort lið er að staðnæmast við botninn eða vill færast ofar i töflunni og þessi var mjög mikilvægur fyrir okkur til að komast einmitt þangað."

Lestu um leikinn: Stjarnan 2 -  3 Keflavík

Joey var ekki bara að skora í dag því hann barðist af krafti varnarlega líka, sér í lagi í lokin þegar pressa Stjörnunnar var orðin ansi mikil.

„Þetta var mjög kaflaskiptur leikur, þeir áttu sína kafla og við okkar."

„Ég er mjög ánægður með að við nýttum okkar kafla og héldum svo út varnarlega í lokin. Við erum komin með þá stemmingu í hópinn að við verjumst saman og sækjum saman. Ég er stoltur af því að taka þátt í báðum verkefnum með liðinu."


Mörkin hans í dag þýða að hann er kominn með 7 mörk í efstu deild. Hefur hann sett sér takmark í markaskorun.

„Ég hef ekki sett mér ákveðna tölu í markaskorun heldur reyni að vera hættulegur í öllum leikjum sem ég spila og koma mér í aðstöður til að geta skorað. Ég vil þakka drengjunum mínum fyrir að koma mér í þær."

Nánar er rætt við Gibbs í viðtalinu sem fylgir.
Athugasemdir
banner
banner