Chelsea og Liverpool berjast um Upamecano - Real Madrid vill kaupa Yildiz - Hjulmand til Man Utd?
Diljá um óvenjulegu bekkjaraðstöðuna - „Þetta var skrítið“
Sveindís: Veit ekki hvað þær voru að reyna taka úr þessum leik
Glódís Perla: Styrkleiki sem við höfum alltaf haft
Karólína: Þarf að drífa mig inn að fagna
Steini: Hann var búinn að lofa marki
Eric Garcia: Eiður var í einu sterkasta Barcelona liði sögunnar
Óli Valur um tímabilið: Maður lærir mest í mótlæti
Óli stoltur af frammistöðunni: Það er búið að ganga mikið á
Valgeir: Svekkjandi að hann hafi klúðrað á þessum tímapunkti
Karólína: Erfitt að skilja við liðið eftir EM
Glódís um sterka byrjun Bayern - „Á góðu róli en alltaf hægt að gera betur“
Steini býst við agressívum andstæðingum: Mætum til að spila til sigurs
Fóru tvisvar í mat fyrir leikinn - „Ógeðslega gaman"
Bjóst ekki við kallinu í landsliðið - „Mjög skemmtilegt símtal“
Segir lífið í Noregi frábært: Er náttúrulega að lifa drauminn
Vigdís í fyrsta sinn í hópnum - „Markmiðið frá því ég byrjaði í fótbolta“
Sveindís ánægð með Óla Kristjáns - „Mjög hávær og segir sínar skoðanir“
Ólafur Ingi: Pínu súrrealískt allt saman
Höskuldur um brottrekstur Dóra: Þetta var sjokkerandi
Sjáðu það helsta úr spænska: Dramatískur sigur Barcelona og tvö rauð í leik Real
banner
   lau 03. júlí 2021 17:10
Magnús Þór Jónsson
Joey: Þakka strákunum þjónustuna
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Joey Gibbs setti tvö í dag þegar Keflavík lagði Stjörnuna 3-2 á Samsungvellinum.

„Þetta er sá tími á leiktímabilinu þar sem kemur í ljós hvort lið er að staðnæmast við botninn eða vill færast ofar i töflunni og þessi var mjög mikilvægur fyrir okkur til að komast einmitt þangað."

Lestu um leikinn: Stjarnan 2 -  3 Keflavík

Joey var ekki bara að skora í dag því hann barðist af krafti varnarlega líka, sér í lagi í lokin þegar pressa Stjörnunnar var orðin ansi mikil.

„Þetta var mjög kaflaskiptur leikur, þeir áttu sína kafla og við okkar."

„Ég er mjög ánægður með að við nýttum okkar kafla og héldum svo út varnarlega í lokin. Við erum komin með þá stemmingu í hópinn að við verjumst saman og sækjum saman. Ég er stoltur af því að taka þátt í báðum verkefnum með liðinu."


Mörkin hans í dag þýða að hann er kominn með 7 mörk í efstu deild. Hefur hann sett sér takmark í markaskorun.

„Ég hef ekki sett mér ákveðna tölu í markaskorun heldur reyni að vera hættulegur í öllum leikjum sem ég spila og koma mér í aðstöður til að geta skorað. Ég vil þakka drengjunum mínum fyrir að koma mér í þær."

Nánar er rætt við Gibbs í viðtalinu sem fylgir.
Athugasemdir
banner
banner