Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 03. ágúst 2020 17:36
Brynjar Ingi Erluson
Bayern dregur sig úr baráttunni um Havertz
Kai Havertz
Kai Havertz
Mynd: Getty Images
Uli Hoeness, heiðursforseti Bayern München í Þýskalandi, útilokar það að fá Kai Havertz til félagsins frá Bayer Leverkusen í sumar og hefur félagið dregið sig úr baráttunni.

Havertz, sem er 21 árs gamall, þykir einn mest spennandi leikmaður Þýskalands um þessar mundir en hann hefur átt öflugt tímabil með Leverkusen.

Liðinu mistókst hins vegar að komast í Meistaradeildina og er Havertz því farinn að hugsa sér til hreyfings.

Chelsea og Bayern München hafa verið að berjast um leikmanninn en nú hefur Bayern ákveðið að draga sig úr baráttunni.

„Ég er viss um að eftir að hafa keypt Leroy Sane þá mun Bayern ekki gera önnur stórkaup. Þetta hefur ekkert með gæði Havertz að gera. Hann er afar góður leikmaður en vegna áhrifa kórónaveirunnar þá get ég ekki ímyndað mér að við getum fjárfest meira nema við seljum leikmenn," sagði Hoeness.
Athugasemdir
banner
banner
banner