Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mán 03. ágúst 2020 18:44
Brynjar Ingi Erluson
Inter fær Sanchez frítt frá Man Utd - Fær 7 milljónir evra í árslaun
Alexis Sanchez og Romelu Lukaku verða áfram liðsfélagar
Alexis Sanchez og Romelu Lukaku verða áfram liðsfélagar
Mynd: Getty Images
Ítalska félagið Inter hefur komist að samkomulagi við Manchester United um kaup á Alexis Sanchez en félagið fær hann frítt gegn því að greiða honum sjö milljónir evra í árslaun. Ítalski íþróttafréttamaðurinn Fabrizio Romano greinir frá þessu á Twitter.

Sanchez, sem er 31 árs gamall, spilaði afar vel með Inter á leiktíðinni sem var að klárast en hann var á láni frá United.

Sílemaðurinn er á himinháum launum hjá United en hann þénar 390 þúsund pund í vikulaun.

Inter og Man Utd hafa verið í viðræðum um Sanchez en nú virðist samkomulag í höfn. Inter þarf ekki að greiða Man Utd fyrir þjónustu hans en í staðinn mun Inter greiða honum sömu laun og hann var með hjá United.

Sanchez kom til Man Utd frá Arsenal árið 2018 en tókst ekki að finna sig hjá félaginu. Hann gerði aðeins 5 mörk í 45 leikjum.


Athugasemdir
banner
banner
banner