Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
   þri 03. ágúst 2021 09:43
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kane aftur fjarverandi á æfingu
Sóknarmaðurinn Harry Kane var fjarri góðu gamni á æfingasvæði Tottenham í dag, annan daginn í röð.

Eins og flestir vita var Kane með enska landsliðinu sem komst í úrslit á EM í sumar. Hann, eins og aðrir landsliðsmenn, fengu frí eftir mótið en hann átti að snúa aftur til æfinga í gær.

Hann kaus hins vegar ekki að mæta þar sem hann vill fara frá félaginu.

Kane er búinn að fá nóg hjá Tottenham og vill hann fara í félag þar sem hann getur unnið titla.

Enski landsliðsfyrirliðinn vill meina að hann sé búinn að gera heiðursmannasamkomulag við Daniel Levy, stjórnarformann Tottenham, um að hann megi fara frá félaginu. Manchester City er að reyna að kaupa hann en það mun kosta fúlgu fjár.


Athugasemdir
banner