Franski varnarmaðurinn Raphael Varane mun fljúga til Manchester á morgun og ganga frá skiptum sínum frá Real Madrid. Fabrizio Romano segir frá þessu í hlaðvarpsþætti sínum, Here We Go.
                
                
                                    Man Utd og Real Madrid komust að samkomulagi um Varane í síðustu viku en verðmiðinn er 41 milljón pund.
Hann á aðeins eftir að gangast undir læknisskoðun og skrifa undir samninginn við félagið en það hefur dregist á því vegna vegabréfáritunar.
Samkvæmt Romano er það frágengið og mun Varane ferðast til Manchester á morgun og ganga frá öllum lausum endum.
Hann verður annar leikmaðurinn sem Ole Gunnar Solskjær fær í glugganum en Jadon Sancho var keyptur til Borussia Dortmund fyrr í sumar.
Athugasemdir
                                                                
                                                        
 
         
                    
        
         
                 
                        
        
         
                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                            
                        
        
         
                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                
                        
        
         
                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                        
                        
        
        