Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 03. september 2022 19:59
Ívan Guðjón Baldursson
Frank Lampard: Ekkert nema rautt spjald
Mynd: EPA

Frank Lampard var sáttur með að ná í stig í grannaslagnum gegn Liverpool í dag en ósáttur með eina dómaraákvörðun. Honum finnst eins og Liverpool hafi átt að vera einum leikmanni færri síðasta stundarfjórðung leiksins.


Virgil van Dijk slapp við rautt spjald og fékk þess í stað gult þegar hann traðkaði á Amadou Onana, ungum miðjumanni Everton, á 76. mínútu. Anthony Taylor var með flautuna og var snöggur að gefa gult spjald og var atvikið ekki skoðað aftur með VAR.

„Ég elska Virgil van Dijk sem leikmann, hann er stórkostlegur, en það er ekki alltaf hægt að tímasetja allar tæklingar rétt," sagði Lampard.

„Amadou er með fótinn á jörðinni þegar Van Dijk fer í hann og ég er hissa að VAR hafi ekki skorist inn í leikinn til að gefa rautt spjald. Dómarinn fékk ekki tækifæri til að taka rétta ákvörðun, að mínu mati er þetta ekkert nema rautt spjald.

„Rautt spjald á þessum tímapunkti hefði gjörbreytt síðustu 20 mínútum leiksins. Mér líður eins og dómarinn hafi tekið ranga ákvörðun."

Liverpool skaut boltanum í tréverkið í þrígang í jafnteflinu markalausa og Everton einu sinni.

Sjá einnig:
Myndband: Van Dijk heppinn að fá ekki rautt spjald?


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner