Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 03. september 2022 17:32
Ívan Guðjón Baldursson
Moyes æfur út í dómarann: Hlægilega léleg ákvörðun
Mynd: EPA

David Moyes, knattspyrnustjóri West Ham, var bálreiður eftir lokaflautið í 2-1 tapi gegn Chelsea í dag.


Maxwel Cornet setti boltann í netið á 90. mínútu til að jafna fyrir Hamrana en markið dæmt af eftir nánari athugun. Jarred Gillet var í VAR herberginu og bað Andy Madley dómara, sem hafði upprunalega dæmt mark, um að koma að skjánum til að skoða brot í aðdragandanum.

Madley endaði á að dæma aukaspyrnu á Jarrod Bowen sem fór með fótinn í Edouard Mendy, markvörð Chelsea. Mendy virtist nýta sér tækifærið til að þykjast vera meiddur og koma þannig í veg fyrir mark.

„Eruð þið búnir að sjá þetta? Markvörðurinn missir boltann úr höndunum og þykist svo vera meiddur í öxlinni. Mér finnst ótrúlegt að VAR hafi sent dómarann að skjánum. Ég horfði á endursýningu og hugsaði með mér að það væri ekki möguleiki á því að þetta yrði dæmt af. Þetta var hlægilega léleg ákvörðun," sagði Moyes.

„Ég er búinn að missa trúna á dómgæslu í enska boltanum. Ég er búinn að sjá þetta mark frá öllum sjónarhornum og skil þetta bara ekki."

Moyes var þó sáttur með frammistöðu sinna manna í tapinu og segist ekki líta á þetta sem tap. West Ham er aðeins með fjögur stig eftir sex fyrstu umferðir úrvalsdeildartímabilsins.

„Við áttum skilið að fá jafntefli í dag en ég lít ekki á þetta sem tap. Þetta var flott frammistaða hjá strákunum eftir erfiðan mánuð og batamerkin eru skýr.

Sjá einnig:
Sjáðu atvikin úr leik Chelsea: Mark dæmt af undir lokin


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner