Haaland verður með riftunarákvæði - Real Madrid ætlar að fá Saliba - Antony til Newcastle?
   þri 03. september 2024 10:41
Elvar Geir Magnússon
Franskur dómari á Laugardalsvelli
Icelandair
Willy Delajod.
Willy Delajod.
Mynd: Getty Images
Franski dómarinn Willy Delajod mun dæma fyrsta leik Íslands í Þjóðadeildinni, viðureignina gegn Svartfjallalandi á föstudagskvöld.

Delajod er 31 árs en byrjaði 13 ára gamall að dæma fótboltaleiki. Hann byrjaði að dæma í efstu deild Frakklands 2018, 25 ára gamall, og varð yngstur til að dæma í deildinni.

Hann hefur verið FIFA dómari frá 2020 og hefur dæmt Mónakó - Lens og Le Havre - PSG í upphafi nýs tímabils í heimalandinu.

Allt dómarateymið á föstudag kemur frá Frakklandi, aðstoðardómarar verða Erwan Finjean og Philippe Jeanne. Fjórði dómari verður Romain Lissorgue.
Athugasemdir
banner
banner
banner