Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 03. október 2022 15:17
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Chiesa byrjaður að æfa - Mjög jákvæðar fréttir fyrir Juve
Mynd: Juventus
Federico Chiesa meiddist á hné í upphafi árs og þurfti að fara í aðgerð. Félagið birti myndir af honum á æfingu í dag og er það í fyrsta sinn sem hann æfir með liðinu frá því hann meiddist snemma í janúar.

Chiesa spilaði virkilega vel með Ítalíu á EM í fyrra, var í úrvalsliði mótsins og missti af umspilinu fyrir HM í mars vegna meiðslanna. Ítalía tapaði þá gegn Portúgal. Chiesa auka við breiddina í sóknarlínu Juventus sem þarf á honum að halda.

Juventus vann 3-0 gegn Bologna um helgina en byrjunin á tímabilinu hefur verið strembin. Liðið er með þrettán stig eftir átta umferðir.

Það er spurning hvort að Chiesa nái að komast í góðan takt áður en Serie A fer í frí eftir rúman mánuð út af HM. Hann er 24 ára vængmaður sem kom frá Fiorentina árið 2020.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner