Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 03. október 2022 10:59
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Haaland fer yfir 60 mörkin með þessu áframhaldi
Mynd: EPA
Erling Braut Haaland hefur skorað fjórtán mörk í fyrstu átta deildarleikjum sínum með Manchester City. Hann skoraði þrennu gegn Manchester United í gær.

Með þrennunni sló hann met Michael Owen. Haaland er nú sá leikmaður sem hefur skorað þrjár þrennur í úrvaldeildinni í fæstum leikjum. Hann var fimm sinnum fljótari en Owen að ná þeim áfanga.

Ef Haaland heldur áfram að skora jafnmikið og hann hefur gert í byrjun móts (að meðaltali í leik) endar hann með 66,5 mörk skoruð. Þá þarf hann auðvitað að spila í öllum leikjum tímabilsins.

Markametið í deildinni eru 34 mörk skoruð. Það eiga þeir Alan Shearer og Andy Cole í 42 leikja deild. Í 38 leikja deild á Mo Salah metið, 32 mörk.

Þegar Salah setti metið þá skoraði hann fjögur mörk í fyrstu átta leikjum sínum.
Athugasemdir
banner
banner
banner