Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
banner
   sun 03. nóvember 2019 10:30
Ívan Guðjón Baldursson
Guardiola um Mane: Stundum er hann að dýfa sér
Mane er búinn að byggja upp smá orðspor fyrir að falla auðveldlega til jarðar innan vítateigs.
Mane er búinn að byggja upp smá orðspor fyrir að falla auðveldlega til jarðar innan vítateigs.
Mynd: Getty Images
Liverpool tekur á móti Manchester City í toppslag um næstu helgi. Bæði lið unnu leiki sína í gær eftir að hafa lent undir.

Liverpool lenti undir gegn Aston Villa og náði að jafna á 87. mínútu, áður en Sadio Mane gerði sigurmark í uppbótartíma.

Mane var valinn maður leiksins en hann fékk einnig gult spjald fyrir dýfu. Jürgen Klopp sagði eftir leik að Mane hafi ekki verið að dýfa sér vegna þess að snertingin var til staðar. Josep Guardiola er ekki sammála honum.

„Stundum er hann að dýfa sér, stundum notar hann hæfileikana sína til að skora ótrúleg mörk á síðustu sekúndunum. Við mætum þeim á Anfield næstu helgi og reynum að spila við þá," sagði Guardiola við BBC eftir leiki dagsins.

Man City lenti undir gegn Southampton á heimavelli en sneri stöðunni við í síðari hálfleik þökk sé Kyle Walker, sem lagði upp fyrir Sergio Agüero og skoraði svo sigurmarkið á 86. mínútu.




Athugasemdir
banner
banner
banner
banner