Real Madrid girnist Palmer - Arsenal og Man Utd berjast um David - City reynir að lokka Wirtz frá Leverkusen
   sun 03. nóvember 2024 12:00
Sölvi Haraldsson
Joey Barton um einn besta leik allra tíma: Árni var ótrúlegur
Árni Gautur.
Árni Gautur.
Mynd: Sölvi Haraldsson

Árni var ótrúlegur þetta kvöld. Þvílík endurkoma!“ skrifaði Joey Barton á samfélagsmiðilinn X í dag um frammistöðu Árna Gautar, fyrrum liðsfélaga hans hjá Manchester City, í bikarleik gegn Tottenham fyrir rúmum 20 árum síðan.


Manchester City mætti Tottenham í FA bikarnum tímabilið 2003/2004. Leikurinn var ótrúlegur. Tottenham voru 3-0 yfir í hálfleik og einum manni fleiri en Manchester City náði að snúa blaðinu við og unnu ótrúlegan 4-3 sigur. Sjálfur Joey Barton fékk rautt spjald í hálfleik, 3-0 undir, en þetta var eini leikur Árna fyrir Manchester City.

Barton var að vitna í tíst þar sem verið er að fjalla um leikinn og treyjuna sem Árni spilaði í í þessum leik.

Aðrir liðsfélagar Árna og Barton þetta kvöld voru t.a.m. Robbie Fowler, Sylvain Distin, Trevor Sinclair, Shaun Wright-Phillips og fleiri góðir leikmenn. Kevin Keegan var þjálfari City liðsins á þessum tíma.

Eftir þetta tímabil hélt Árni Gautur til Vålerenga þar sem hann spilaði 90 leiki á þremur árum. Árni átti þá eftir að spila í Suður Afríku og Belgíu en alls lék hann 71 landsleik fyrir íslenska A-landsliðið.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner