Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 03. desember 2020 09:37
Magnús Már Einarsson
Owen: Ef ég væri stjóri myndi Fred ekki spila aftur
Mynd: Getty Images
Michael Owen, fyrrum leikmaður Manchester United, var ekki hrifinn af tilburðum Fred í 3-1 tapi liðsins gegn PSG í Meistaradeildinni í gærkvöldi.

Fred fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt í síðari hálfleiknum en fyrr í leiknum hafði hann fengið gula spjaldið fyrir að skalla Leandro Paredes, leikmann PSG. Owen telur að þar hefði Fred átt að fá beint rautt spjald.

„Þetta atvik var rautt spjald. Þú ert fullorðinn maður og þarft ekki að gera svona til að setja lið þitt í hættu," sagði Owen.

„Ef ég væri stjóri og einn ef leikmönnum mínum myndi gera þetta þá myndi hann aldrei spila aftur fyrir mig. Þetta er skammarlegt."

„Þú þarft að kenna Fred um en líka Solskjær. Stjórinn þarf að vernda hann og liðið í þessari aðstöðu og það má kenna þeim báðum um."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner