Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 03. desember 2022 21:52
Brynjar Ingi Erluson
Einkunnir Argentínu og Ástralíu: Messi fær 9
Lionel Messi var maður leiksins
Lionel Messi var maður leiksins
Mynd: EPA
Lionel Messi var besti maður vallarins er Argentína vann Ástralíu, 2-1, og komst í 8-liða úrslit heimsmeistaramótsins í Katar í kvöld. Það er Independent og 90min sem gefa einkunnir að þessu sinni.

Messi skoraði fyrsta mark Argentínu eftir gott samspil og bauð upp á skemmtilega töfra í síðari hálfleiknum og var óheppinn að ná ekki að bæta við öðru marki seint í leiknum.

Hann fær 9 frá Independent og fékk síðan bikar fyrir að vera maður leiksins af FIFA.

Nicolas Otamendi, varnarmaður Argentínu, fær 3 í einkunn og sömuleiðis Lautaro Martínez, sem átti erfiðan dag fyrir framan markið.

Argentína: Martínez (7), Molina (5), Romero (6), Otamendi (3), Acuna (6), Mac Allister (7), Fernandez (5), De Paul (7), Gomez (4), Alvarez (7), Messi (9).
Varamenn: Lisandro Martínez (7), Lautaro Martínez (3), Tagliafico (5).

Ástralía: Ryan (4), Degenek (3), Souattar (7), Rowles (5), Behich (6), Mooy (6), Baccus (7), Irvine (6), Leckie (4), Duke (6), McGree (5).
Varamenn: Hrustic (5), Goodwin (5).
Athugasemdir
banner
banner
banner