Tvö efstu lið hollensku úrvalsdeildarinnar mættust í Rotterdam í dag þegar Feyenoord tók á móti PSV Eindhoven.
Feyenoord þurfti á sigri að halda í baráttunni um meistaratitilinn en PSV Eindhoven fer hinsvegar heim með öll stigin.
Feyenoord þurfti á sigri að halda í baráttunni um meistaratitilinn en PSV Eindhoven fer hinsvegar heim með öll stigin.
Staðan var markalaus í hálfleik en marokkóski landsliðsmaðurinn Ismael Saibari kom PSV yfir á 65. mínútu og aðeins þremur mínútum síðar tvöfaldaði bakvörðurinn Olivier Boscagli forystuna.
Santiago Giménez minnkaði muninn fyrir heimamenn á 81. mínútu en lengra komust þeir ekki. PSV er nú með tíu stiga forystu á toppi hollensku úrvalsdeildarinnar.
Ajax heimsækir NEC Nijmegen í leik sem hefst núna klukkan 13:30. Kristian Hlynsson er í byrjunarliði Ajax en liðið situr í ellefta sæti deildarinnar.
Athugasemdir