Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   lau 04. janúar 2020 21:57
Brynjar Ingi Erluson
Spánn: Dramatík í nágrannaslagnum í Barcelona - Atlético á skriði
Wu Lei skoraði jöfnunarmark Espanyol og fagnar því innilega hér
Wu Lei skoraði jöfnunarmark Espanyol og fagnar því innilega hér
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Barcelona og Espanyol gerðu óvænt 2-2 jafntefli í spænsku deildinni í kvöld en leikið var á RCDE-leikvanginum í Barcelona. Kínverski varamaðurinn Wu Lei jafnaði metin fyrir Espanyol í blálokin.

David Lopez kom heimamönnum yfir á 23. mínútu leiksins með skalla eftir aukaspyrnu. VAR skoðaði markið og athugaði hvort Lopez hefði verið rangstæður en Luis Suarez spilaði hann réttstæðan og stóð því markið.

Barcelona skipti Arturo Vidal inn á í hálfleik fyrir Ivan Rakitic og þá fór boltinn að rúlla. Luis Suarez jafnaði metin á 50. mínútu upp úr bókstaflega engu. Jordi Alba átti sendingu á Suarez sem kom boltanum örugglega í netið.

Vidal var á ferðinni níu mínútum síðar er hann skoraði með skalla eftir sendingu frá Suarez. Börsungar þurftu þó að gera róttækar breytingar seint í síðari hálfleik eftir að Frenkie De Jong fékk að líta sitt annað gula spjald og þar með rautt.

Nelson Semedo kom inn fyrir Antoine Griezmann en það dugði ekki að fjölga í vörnini. Kínverski framherjinn Wu Lei jafnaði metin á 88. mínútu með góðu skoti í vinstra hornið. Óverjandi fyrir Neto sem stóð á milli stanganna hjá Barcelona í dag.

Lokatölur 2-2 og Barcelona áfram á toppnum með 40 stig, jafnmörg og Real Madrid. Espanyol er í neðsta sæti með aðeins 11 stig.

Atlético vann þá Levante 2-1. Þetta var fjórði sigur Atlético í röð í deildinni en öll mörk leiksins komu á fyrstu átján mínútunum. Angel Correa skoraði á 13. mínútu áður en Roger Marti jafnaði þremur mínútum síðar. Brasilíski varnarmaðurinn Felipe tryggði sigurinn svo á 18. mínútu. Atlético í 3. sæti með 35 stig.

Úrslit og markaskorarar:

Atletico Madrid 2 - 1 Levante
1-0 Angel Correa ('13 )
1-1 Roger Marti ('16 )
2-1 Felipe ('18 )

Espanyol 2 - 2 Barcelona
1-0 David Lopez ('23 )
1-1 Luis Suarez ('50 )
1-2 Arturo Vidal ('59 )
2-2 Wu Lei ('88 )
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner