Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 04. febrúar 2019 22:35
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Klopp: Hann hlýtur að hafa fengið að vita það í hálfleik
Klopp að ræða við dómarana.
Klopp að ræða við dómarana.
Mynd: Getty Images
„Þetta var ekki okkar besti leikur, en við áttum okkar góðu augnablik," sagði Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, eftir 1-1 jafntefli við West Ham í ensku úrvalsdeildinni í kvöld.

Liverpool heldur í toppsætið, en forystan á Manchester City er núna þrjú stig.

„Við tökum þetta stig, þetta var sanngjarnt jafntefli. Við áttum í vandræðum með föst leikatriði. Við tökum stigið og höldum áfram."

Aðalumræðupunkturinn úr þessum leik er markið sem Liverpool skoraði. Það átti ekki að standa.

„Markið okkar var víst rangstaða og kannski vissi dómarinn það í seinni hálfleiknum. Hann hlýtur að hafa fengið að vita það í hálfleik, það voru margar skrýtnar ákvarðanir í seinni hálfleik. Engar stórar ákvarðarnir, bara ákvarðanir sem breyttu takti leiksins."

„Þetta var sanngjarnt jafntefli," sagði Klopp.
Athugasemdir
banner
banner
banner