Chiesa í skiptum fyrir Greenwood? - David til Chelsea - Buðu Palace að fá Olise aftur á láni - Slot skoðar Minteh - Varane til Miami
   lau 04. febrúar 2023 18:40
Ívan Guðjón Baldursson
Dröfn framlengir við Keflavík
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Hin öfluga Dröfn Einarsdóttir hefur framlengt samning sinn við Keflavík til 2025, eða fyrir næstu þrjú keppnistímabilin.


Dröfn er uppalin hjá Grindavík en hefur undanfarin fjögur ár leikið fyrir Keflavík og á hún í heildina 200 KSÍ-leiki að baki fyrir Suðurnesjafélögin.

Dröfn er fædd árið 1999 og þótti gífurlega efnileg á sínum tíma þar sem hún lék 27 leiki fyrir yngri landsliðin en fékk aldrei tækifærið með aðalliðinu.

Hún á 90 leiki að baki í efstu deild kvenna og gæti reynst gífurlega mikilvæg fyrir átök sumarsins.

Keflavík forðaðist fall í fyrra með 16 stig úr 18 umferðum. Dröfn skoraði þar þrjú mörk í átján leikjum.


Athugasemdir
banner
banner
banner