Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 04. mars 2020 11:04
Magnús Már Einarsson
Sif Atla ólétt - Ekki meira með í undankeppni EM
Sif Atladóttir.
Sif Atladóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sif Atladóttir, varnarmaður Kristianstad og íslenska landsliðsins, á von á barni en hún greinir frá þessu á Twitter í dag. Sif á fyrir eina dóttur sem fæddist árið 2015.

Sif hefur verið í lykilhlutverki í vörn íslenska landsliðsins undanfarin ár en hún er ljóst að hún spilar ekki meira með undankeppni EM.

Ísland er að berjast við Svíþjóð um efsta sætið í undankeppninni en efsta liðið fer beint á EM á Englandi næsta sumar. Lið með
bestan árangur í 2. sæti fara í umspil um sæti á EM.

Hin 34 ára gamla Sif á 82 landsleiki að baki en hún hefur í áraraðir spilað með Kristianstad í Svíþjóð.

Annar varnarmaður í íslenska landsliðinu, Ásta Eir Árnadóttir, verður heldur ekki meira með í undankeppni EM en hún tilkynnti á dögunum að hún eigi von á barni.



Athugasemdir
banner
banner
banner