Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 04. mars 2021 17:09
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Meistaradeild kvenna: Sara kom inn á í sigri á Bröndby
Sara skoraði í úrslitaleiknum í fyrra.
Sara skoraði í úrslitaleiknum í fyrra.
Mynd: Getty Images
Evrópumeistarar Lyon tóku forystuna í einvígi sínu gegn Bröndby frá Danmörku í 16-liða úrslitum Meistaradeildar kvenna í dag.

Leikið var í Frakklandi og kom enska landsliðskonan Nikita Parris Lyon yfir seint í fyrri hálfleiknum.

Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðsfyrirliði Íslands, kom inn á sem varamaður hjá Lyon eftir rúmlega klukkutíma leik en þá var staðan enn 1-0. Í uppbótartímanum skoraði Melvine Malard annað mark Lyon og þar við sat.

Seinni leikurinn fer fram í Danmörku í næstu viku og miðað við stöðuna er þetta ekki ómögulegt verkefni fyrir Bröndby. Lyon er hins vegar ótrúlegt lið og erfitt að hafa betur gegn þeim. Lyon er ríkjandi meistari.

Þetta var annar leikur í keppninni í dag en í morgun skoraði Karólína Lea Vilhjálmsdóttir sitt fyrsta mark fyrir Bayern í stórsigri í Kasakstan.
Athugasemdir
banner
banner
banner