Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 04. apríl 2020 09:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Rúmlega klukkutíma heimildarmynd um ótrúlegt tímabil Leicester
Mynd: Getty Images
Leicester hefur birt rúmlega klukkutíma heimildarmynd um ótrúlegt tímabil sitt frá 2015/16 sem endaði með því að Leicester varð Englandsmeistari.

Afrekið er án efa eitthvað það óvæntasta sem gerst hefur í fótboltasögunni.

Claudio Ranieri og lærisveinar hans enduðu með 81 stig, tíu stigum meira en Tottenham sem endaði í öðru sæti. Tímabilið áður hafði Leicester ekki verið langt frá því að falla úr deild þeirra bestu á Englandi.

Hér að neðan má horfa á heimildarmyndina um þetta magnaða tímabil hjá Leicester. Ágætis skemmtun fyrir þá sem eru í sóttkví og einangrun, og auðvitað alla aðra fótboltaáhugamenn.


Athugasemdir
banner
banner
banner