Man Utd berst við Arsenal um Gyökeres - Chelsea og Napoli vilja Garnacho - Milan hættir að eltast við Rashford
Endurnýjar kynnin við Arnar - „Vona að hann hafi lært eitthvað"
Arnar í draumastarfið: Ótrúlega ljúft en að sama skapi smá sorg
Eyþór með skýr markmið í nýju liði - „Þetta er bara mín vinna"
Atli Þór í skýjunum: Víkingur var eina liðið sem ég hafði auga á
Alex er kominn heim: Mig langaði að fara í bláu treyjuna aftur
Benoný stýrði víkingaklappinu með stuðningsmönnum eftir fyrsta leikinn sinn
Stígur út úr þægindarrammanum og fer norður - „Nú fer ég og kíki í mat til hennar"
Hákon segir allt risastórt hjá Lille - „Vinur minn vill að ég taki Nunez treyjuna"
Glódís Perla: Ótrúlega dýrmætt og mun aldrei gleyma því
Kominn heim eftir dvöl í Portúgal og á Ítalíu - „Er enn með stóra drauma"
Ekki erfitt að segja tengdapabba frá ákvörðuninni - „Tími til þess að breyta til"
Frétti á Instagram að hann yrði ekki áfram í Kanada - „Eins og er, þá er það ekki planið"
Sjáðu mörkin úr leik Fram og KR
Valdimar Þór: Smá einbeitingarleysi sem er stórhættulegt í þessari keppni
Glímir við sama vandamál og Guardiola - „Hvenær endar lærdómurinn?"
Ari Sigurpáls: Heiður að þeir hafi áhuga
Sjáðu mörkin úr Bose mótinu um helgina - Eiður byrjaði vel hjá KR
Axel Óskar kominn heim: Núna spilar maður með hjartanu
Jökull: Upplifði einhverja ást hér sem ég hef ekki upplifað áður
Þórður Gunnar: Leist best á Aftureldingu
   fös 04. maí 2018 16:30
Magnús Már Einarsson
Gulli Gull: Það er aðeins meiri töffaraskapur í liðinu
FH-Breiðablik á mánudaginn
Gulli sáttur eftir leikinn gegn ÍBV um síðustu helgi.
Gulli sáttur eftir leikinn gegn ÍBV um síðustu helgi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við teljum okkur geta náð í úrslit hvar sem er og á móti hverjum sem er. Ef við ætlum okkur einhverja hluti þá verðum við að ná í úrslit á móti FH eins og ÍBV," segir Gunnleifur Gunnleifsson, markvörður og fyrirliði Breiðabliks, um leikinn gegn FH næstkomandi mánudagskvöld.

„Okkur hefur gengið ágætlega í Kaplakrika og náð í fín úrslit þar. Við unnum þar í fyrra í lokaleik deildarinnar. Þetta hefur verið jafnt í Kóapvogi og Hafnarfirði og þetta verður hörkuleikur."

Breiðablik hefur byrjað sumarið vel en liðið vann ÍBV 4-1 í fyrstu umferð Pepsi-deildarinnar og Leikni R. 3-1 í 32-liða úrslitum Mjólkurbikarsins.

„Við höfum verið að vinna sannfærandi og skorað mikið af mörkum. Við höfum veirð gagnrýndir fyrir að skora ekki nógu mikið undanfarin ár. Við byrjum vel og við þurfum að sjá hvort við getum ekki haldið því áfram."

„Það er aðeins meiri töffaraskapur í liðinu en undanfarin ár. Við erum aðeins meira cool."

Sunnudagur
16:00 ÍBV-Fjölnir (Hásteinsvöllur)
17:00 Fylkir-KA (Egilshöll)
19:15 Stjarnan-KR (Samsung völlurinn)

Mánudagur
19:15 Víkingur R.-Valur (Víkingsvöllur)
19:15 Keflavík-Grindavík (Nettóvöllurinn)
19:15 FH-Breiðablik (Kaplakrikavöllur)

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.

Ekki gleyma Draumaliðsdeild Eyjabita!
Mundu að gera breytingar á þínu liði í Draumaliðsdeild Eyjabita. Hægt er að skrá sig í allt sumar. Markaðurinn lokar klukkutíma fyrir fyrsta leik umferðarinnar.
Smelltu hér til að taka þátt í Draumaliðsleiknum!
Athugasemdir
banner
banner