Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
„Hætt að borða nammi í Tenerife ferðinni þegar hún var tíu ára"
GunnInga í bláa hafinu: Styðjum liðið okkar í blíðu og stríðu
„Eru geggjaðir karakterar og munu bíta fast frá sér“
Tólfan spáir sigri - „Hef bara séð eina Noregstreyju“
Fékk leyfi til að fljúga beint frá Albaníu til Sviss
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
   fös 04. maí 2018 16:30
Magnús Már Einarsson
Gulli Gull: Það er aðeins meiri töffaraskapur í liðinu
FH-Breiðablik á mánudaginn
Gulli sáttur eftir leikinn gegn ÍBV um síðustu helgi.
Gulli sáttur eftir leikinn gegn ÍBV um síðustu helgi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við teljum okkur geta náð í úrslit hvar sem er og á móti hverjum sem er. Ef við ætlum okkur einhverja hluti þá verðum við að ná í úrslit á móti FH eins og ÍBV," segir Gunnleifur Gunnleifsson, markvörður og fyrirliði Breiðabliks, um leikinn gegn FH næstkomandi mánudagskvöld.

„Okkur hefur gengið ágætlega í Kaplakrika og náð í fín úrslit þar. Við unnum þar í fyrra í lokaleik deildarinnar. Þetta hefur verið jafnt í Kóapvogi og Hafnarfirði og þetta verður hörkuleikur."

Breiðablik hefur byrjað sumarið vel en liðið vann ÍBV 4-1 í fyrstu umferð Pepsi-deildarinnar og Leikni R. 3-1 í 32-liða úrslitum Mjólkurbikarsins.

„Við höfum verið að vinna sannfærandi og skorað mikið af mörkum. Við höfum veirð gagnrýndir fyrir að skora ekki nógu mikið undanfarin ár. Við byrjum vel og við þurfum að sjá hvort við getum ekki haldið því áfram."

„Það er aðeins meiri töffaraskapur í liðinu en undanfarin ár. Við erum aðeins meira cool."

Sunnudagur
16:00 ÍBV-Fjölnir (Hásteinsvöllur)
17:00 Fylkir-KA (Egilshöll)
19:15 Stjarnan-KR (Samsung völlurinn)

Mánudagur
19:15 Víkingur R.-Valur (Víkingsvöllur)
19:15 Keflavík-Grindavík (Nettóvöllurinn)
19:15 FH-Breiðablik (Kaplakrikavöllur)

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.

Ekki gleyma Draumaliðsdeild Eyjabita!
Mundu að gera breytingar á þínu liði í Draumaliðsdeild Eyjabita. Hægt er að skrá sig í allt sumar. Markaðurinn lokar klukkutíma fyrir fyrsta leik umferðarinnar.
Smelltu hér til að taka þátt í Draumaliðsleiknum!
Athugasemdir
banner
banner