Chiesa í skiptum fyrir Greenwood? - David til Chelsea - Buðu Palace að fá Olise aftur á láni - Slot skoðar Minteh - Varane til Miami
Jón Þór ánægður með sína menn: Gríðalegur styrkur hjá liðinu
Árni Marínó ósáttur með fyrri hálfleikinn: Eins og við værum ekki með í leiknum
Dóri ósáttur með leikmenn liðsins - „Skil ekki hvernig þetta er hægt“
Rúnar Páll: Þeir fá nánast ekkert færi á móti okkur
Kjartan Henry: Skiptir okkur miklu máli að fá fólkið með okkur
Sindri Kristinn: Ánægjulegt að geta loksins hjálpað liðinu
Daníel Hafsteins: Loksins dettur eitthvað með okkur
Haddi: Ekki auðvelt að vera neðstur og fá svona högg aftur og aftur
Rúnar Kristins: Virtumst vera með þetta í hendi
Axel Óskar um Gregg Ryder: Ég sé rosalega á eftir honum
Arnar Gunnlaugs: Fegurðin í fótboltanum er að 1-0 yfir er ekki neitt
Pálmi Rafn: Ég væri klárlega til í að taka við liðinu
Viktor Helgi: Vonandi aðeins fleiri sokkar sem fólk þarf að borða
Jökull: Erum töluvert sterkari úti á vellinum en það er fleira sem telur
Ómar: Þvælan er að hleypa þeim inn í þetta - Varð bara sætara fyrir vikið
Sigga fannst sínir menn litlir: Þurfa að svara fyrir það á miðvikudag
Skælbrosti eftir sætan sigur á Akureyri - „Það var bara geðveikt"
Vildi ekki taka allt kreditið eftir sigur Leiknis: Erum allir hetjur
Pétur um viðbrögðin eftir pistilinn: Það var góður panell á Víkingsvellinum
Tekur undir með Pétri - „Það geta allir tekið til sín“
   fös 04. maí 2018 16:30
Magnús Már Einarsson
Gulli Gull: Það er aðeins meiri töffaraskapur í liðinu
FH-Breiðablik á mánudaginn
Gulli sáttur eftir leikinn gegn ÍBV um síðustu helgi.
Gulli sáttur eftir leikinn gegn ÍBV um síðustu helgi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við teljum okkur geta náð í úrslit hvar sem er og á móti hverjum sem er. Ef við ætlum okkur einhverja hluti þá verðum við að ná í úrslit á móti FH eins og ÍBV," segir Gunnleifur Gunnleifsson, markvörður og fyrirliði Breiðabliks, um leikinn gegn FH næstkomandi mánudagskvöld.

„Okkur hefur gengið ágætlega í Kaplakrika og náð í fín úrslit þar. Við unnum þar í fyrra í lokaleik deildarinnar. Þetta hefur verið jafnt í Kóapvogi og Hafnarfirði og þetta verður hörkuleikur."

Breiðablik hefur byrjað sumarið vel en liðið vann ÍBV 4-1 í fyrstu umferð Pepsi-deildarinnar og Leikni R. 3-1 í 32-liða úrslitum Mjólkurbikarsins.

„Við höfum verið að vinna sannfærandi og skorað mikið af mörkum. Við höfum veirð gagnrýndir fyrir að skora ekki nógu mikið undanfarin ár. Við byrjum vel og við þurfum að sjá hvort við getum ekki haldið því áfram."

„Það er aðeins meiri töffaraskapur í liðinu en undanfarin ár. Við erum aðeins meira cool."

Sunnudagur
16:00 ÍBV-Fjölnir (Hásteinsvöllur)
17:00 Fylkir-KA (Egilshöll)
19:15 Stjarnan-KR (Samsung völlurinn)

Mánudagur
19:15 Víkingur R.-Valur (Víkingsvöllur)
19:15 Keflavík-Grindavík (Nettóvöllurinn)
19:15 FH-Breiðablik (Kaplakrikavöllur)

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.

Ekki gleyma Draumaliðsdeild Eyjabita!
Mundu að gera breytingar á þínu liði í Draumaliðsdeild Eyjabita. Hægt er að skrá sig í allt sumar. Markaðurinn lokar klukkutíma fyrir fyrsta leik umferðarinnar.
Smelltu hér til að taka þátt í Draumaliðsleiknum!
Athugasemdir
banner
banner