Mainoo, Konate og Mac Allister eftirsóttir - Tonali með heimþrá - Semenyo til Liverpool?
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
banner
   fös 04. maí 2018 16:30
Magnús Már Einarsson
Gulli Gull: Það er aðeins meiri töffaraskapur í liðinu
FH-Breiðablik á mánudaginn
Gulli sáttur eftir leikinn gegn ÍBV um síðustu helgi.
Gulli sáttur eftir leikinn gegn ÍBV um síðustu helgi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við teljum okkur geta náð í úrslit hvar sem er og á móti hverjum sem er. Ef við ætlum okkur einhverja hluti þá verðum við að ná í úrslit á móti FH eins og ÍBV," segir Gunnleifur Gunnleifsson, markvörður og fyrirliði Breiðabliks, um leikinn gegn FH næstkomandi mánudagskvöld.

„Okkur hefur gengið ágætlega í Kaplakrika og náð í fín úrslit þar. Við unnum þar í fyrra í lokaleik deildarinnar. Þetta hefur verið jafnt í Kóapvogi og Hafnarfirði og þetta verður hörkuleikur."

Breiðablik hefur byrjað sumarið vel en liðið vann ÍBV 4-1 í fyrstu umferð Pepsi-deildarinnar og Leikni R. 3-1 í 32-liða úrslitum Mjólkurbikarsins.

„Við höfum verið að vinna sannfærandi og skorað mikið af mörkum. Við höfum veirð gagnrýndir fyrir að skora ekki nógu mikið undanfarin ár. Við byrjum vel og við þurfum að sjá hvort við getum ekki haldið því áfram."

„Það er aðeins meiri töffaraskapur í liðinu en undanfarin ár. Við erum aðeins meira cool."

Sunnudagur
16:00 ÍBV-Fjölnir (Hásteinsvöllur)
17:00 Fylkir-KA (Egilshöll)
19:15 Stjarnan-KR (Samsung völlurinn)

Mánudagur
19:15 Víkingur R.-Valur (Víkingsvöllur)
19:15 Keflavík-Grindavík (Nettóvöllurinn)
19:15 FH-Breiðablik (Kaplakrikavöllur)

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.

Ekki gleyma Draumaliðsdeild Eyjabita!
Mundu að gera breytingar á þínu liði í Draumaliðsdeild Eyjabita. Hægt er að skrá sig í allt sumar. Markaðurinn lokar klukkutíma fyrir fyrsta leik umferðarinnar.
Smelltu hér til að taka þátt í Draumaliðsleiknum!
Athugasemdir
banner
banner