Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 04. júní 2020 16:12
Elvar Geir Magnússon
Spænskur bakvörður í Vestra (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Vestri, sem er nýliði í Lengjudeildinni, hefur fengið spænskan hægri bakvörð. Sá heitir Rafa Navarro og er upprunalega frá Sevilla.

Hann gengur í raðir Vestra frá Atlético Mancha Real sem er spænskt 4. deildarlið.

Navarro er 24 ára hægri bakvörður og er 184cm á hæð.

„Við óskum honum góðs gengis í sumar. Bienvenido al club Rafael Áfram Vestri!," segir á heimasíðu Vestra.

Bjarni Jóhannsson er þjálfari Vestra en hann kom liðinu upp úr 2. deild í fyrra. Liðinu var spáð 8. sæti í Lengjudeildinni í hlaðvarpsþættinum Niðurtalningin.

Vestri mætir Herði Ísafirði í Mjólkurbikarnum um helgina en keppni í Lengjudeildinni fer af stað 19. júní.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner