Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fim 04. júní 2020 18:30
Brynjar Ingi Erluson
Zorc: Sancho fór ekki til Englands
Jadon Sancho
Jadon Sancho
Mynd: Getty Images
Michael Zorc, yfirmaður knattspyrnumála hjá Borussia Dortmund, segir það ekki rétt að Jadon Sancho hafi flogið til Bretlandseyja í miðju samkomubanni.

Sancho og sex aðrir leikmenn Dortmund brutu reglur í gær en þýska blaðið Bild var með myndir af leikmönnunum í klippingu. Þeir voru ekki með grímur og hefur málið fengið umtalsverða athygli í Þýskalandi.

Það kom einnig fram í Bild að Sancho hafi flogið til Bretlandseyja í samkomubanninu en Zorc vísar því til föðurhúsanna.

„Eftir því sem við vitum best þá hefur Sancho verið í Dortmund í fleiri vikur. Ég hef lesið að við settum hann í tveggja vikna sóttkví og létum það líta út fyrir að hann væri meiddur en það er náttúrlega algert kjaftæði," sagði Zorc.

„Jadon hefur verið meiddur í kálfa í nokkrar vikur og því gat hann ekki æft," sagði hann ennfremur.

Sancho skoraði þrennu í síðasta leik Dortmund og hefur verið einn heitasti leikmaður Evrópu á þessu tímabili en hann hefur verið orðaður við Manchester United síðustu mánuði.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner