Arsenal hefur fundað með Watkins - Cucurella vill fara frá Chelsea - Ratcliffe heldur áfram að reyna að kaupa Man Utd
banner
   sun 04. júní 2023 09:40
Brynjar Ingi Erluson
Keane orðinn þreyttur á De Gea - „Hann er ekki nógu góður“
Mynd: Getty Images
Roy Keane, fyrrum leikmaður Manchester United, segir það í forgangi hjá félaginu að kaupa nýjan markvörð og framherja í sumarglugganum.

Keane var spekingur í setti á ITV yfir úrslitaleiknum í gær þar sem hann gagnrýni David De Gea, markvörð United, og ekki í fyrsta sinn.

De Gea var illa staðsettur í öðru marki City og hefði líklega átt að verja kraftlítið skot Þjóðverjans.

Keane sagðist vera þreyttur á að segja það en hann vill fá nýjan markvörð og framherja.

„Félagið þarf nýjan markvörð og heimsklassa framherja. Ég er orðinn þreyttur á að segja þetta!“

„De Gea er ekki nógu góðir. Hann verður ekki sá sem mun koma liðinu aftur í það að vinna titla,“ sagði Keane.
Athugasemdir
banner
banner