Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 04. júlí 2020 08:30
Elvar Geir Magnússon
Draumur Havertz að spila í ensku úrvalsdeildinni
Kai Havertz, leikmaður Bayer Leverkusen.
Kai Havertz, leikmaður Bayer Leverkusen.
Mynd: Getty Images
Kai Havertz, leikmaður Bayer Leverkusen, á sér þann draum að spila í ensku úrvalsdeildinni. Þetta segir liðsfélagi hans, Brasilíumaðurinn Wendell.

Þýski miðjumaðurinn er einn eftirsóttasti leikmaður heimsfótboltans og hefur verið orðaður við nokkur af stærstu félögum Evrópu.

Hann er 21 árs og hefur skorað sextán mörk á þessu tímabili og sýnt flottar framfarir.

Sagt er að Chelsea leggi mikla áherslu á að reyna að fá leikmanninn en hann er metinn á um 75 milljónir punda.

„Þjóðverjar eru mjög einbeittir á markmið sinn. Ef hann fer í ensku úrvalsdeildina held ég að hann muni læra helling. Ég held að hann eigi sér draum um að spila þar og ég held að hann muni slá í gegn þar," segir Wendell.

„Hann er með gríðarlega mikinn leikskilning. Þó þú spilir honum sem 'níu' eða 'tíu' eða setur hann á vænginn þá veit hann hvað hann á að gera. Hann er með öflugt hugarfar, góða tækni og getur notað báða fætur."
Athugasemdir
banner
banner
banner