Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 04. júlí 2022 16:30
Elvar Geir Magnússon
Englendingar urðu Evrópumeistarar U19
Alex Scott og Carney Chukwuemeka.
Alex Scott og Carney Chukwuemeka.
Mynd: Getty Images
Englendingar urðu Evrópumeistarar U19 landsliða eftir að hafa unnið Ísrael 3-1 í úrslitaleik í Slóvakíu síðasta föstudag.

Oscar Gloch skaut Ísrael óvænt í forystu en Callum Doyle, varnarmaður Manchester City, jafnaði og leikurinn fór í framlengingu.

Aston Villa liðsfélagarnir Carney Chukwuemeka og Aaron Ramsey skoruðu í framlengingunni og tryggðu Englandi titilinn.

England hafði unnið Ísrael 1-0 í riðlakeppninni.

Þetta er í annað sinn sem England verður Evrópumeistari U19 landsliða, fyrra skiptið var 2017.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner