Ekitike áþjáður í að fara til Liverpool og hefur farið fram á sölu - Wissa vill frekar fara til Tottenham en Newcastle
Venni: Ég ætla nú ekkert að saka mína menn um að vera lélegir
„Ef það eru leikmenn sem vilja koma í Leikni að þá er allt í lagi að hringja í okkur"
Halli Hróðmars svekktur: Ef það gýs í Snæfellsjökli þá er Grindavík lokað
Ásgeir Frank: Við vonandi f***** lærum af þessu
Amin grét eftir leik: Klikkuð tilfinning og ég gat ekki endað þetta betur
Arnar Grétars: Tekur alltaf einhvern tíma að stimpla eitthvað inn
„Hversu sætt er það að Amin Cosic skori úrslitamarkið í síðasta leiknum sínum og komi okkur á toppinn"
Haraldur Freyr: Skiptingar í heimsklassa
Bjarni Jó: Það voru æðri völd í landinu sem tóku þá ákvörðun
Siggi Höskulds: Kannski hentaði okkur betur að tempóið færi úr leiknum
Hemmi Hreiðars: Þeir lágu í vellinum og töfðu
Aron Elí svekktur með jafnteflið: Afhverju að hætta?
Maggi: Ekki gott, skulum vona að það sé eitthvað minna
Rúnar Kristins: Hann fór með sjúkrabíl í hálfleik
Pablo: Vissum að þetta met var í boði og við vildum slá það
Nikolaj Hansen: Allir vita að ég elska Víking
Danni Hafsteins: Þeir gáfust bara upp eftir fyrri hálfleikinn
Sölvi Geir: Gaman að slá met og skrifa sig í sögubækurnar
Brynjar ræðir hlutverk sitt hjá Víkingi - „Þetta hefur verið góð reynsla"
"Hart barist og mikið hlaupið"
   mán 04. júlí 2022 22:15
Haraldur Örn Haraldsson
Steven Lennon: Allt hefur breyst undir Eiði Smára
Mynd: Fótbolti.net - J.L.

Steven Lennon leikmaður FH skoraði eina mark liðsins í kvöld þegar þeir gerðu 1-1 jafntefli við Stjörnuna. Viðtalið er á ensku en er þýtt í textanum hér fyrir neðan.


Lestu um leikinn: FH 1 -  1 Stjarnan

„Mér fannst við hefðum átt að vinna leikinn. Ég held þetta hafi ekki verið hornspyrna, strákarnir sögðu að þetta fór í Stjörnuleikmann en dómarinn gaf horn þannig ég er svekktur að við fengum á okkur mark í endan og það virðist bara vera það sem gerist hjá okkur. Fáum á okkur aum mörk.

Lennon hefur ekki skorað mikið af mörkum í sumar en þetta var hans annað mark í sumar. Hann vonast þó til þess að þetta muni hjálpa honum að komast í markastuð.

„Ég vona það vinur, en já þú hefur rétt fyrir þér ég hef auðvitað ekki skorað jafn mikið og ég geri vanalega en mér finnst ég hafa verið í stöðum til að skora mörk og klúðrað svona 4-5 stórum marktækifærum en það er bara hluti af fótboltanum. Ég skoraði í dag og vonandi get ég bara haldið áfram í næstu leikjum og komi FH upp töfluna."

Þetta var þriðji leikurinn síðan Eiður Smári tók við liðinu og Lennon segir að margt hafi breyst.

„Algjörlega allt hefur breyst ef ég á að segja eins og er. Við erum skipulagðari, betra jafnvægi á liðinu, meira sjálfstraust og mér fannst það sjást í dag því við áttum að vinna Stjörnuna í kvöld sem er í þriðja sæti. Þannig ég held að á næstu vikum verðum við bara betri og eins og ég sagði byrja að klifra upp töfluna."

Með öllum þessum jákvæðu breytingum vonast Lennon að FH getur komist upp í efri hlutan þegar deildin skiptist í haust.

„Já ég vona það. Við þurfum að vinna nokkra leiki til þess að ná KR sem ég held að sé í sjötta sæti en það er klárlega mögulegt. Við þurfum bara að vera jákvæðir, við erum með nýtt þjálfarateymi Eiður og Venni eru báðir frábærir svo við getum byggt á þessu stigi. Ég veit að það er svekkjandi en þetta er stig gegn liði í þriðja sæti og við getum klifrað upp töfluna."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner