Madueke og Gyökeres til Arsenal - Kudus til Tottenham - Chelsea þarf að selja
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
Heimir Guðjóns: Vítið sem Stjarnan fékk var rangur dómur
„Ekki búin að því og ég veit ekki hvort maður muni gera það"
Svaf ekki mikið - „Þurfum að nota þetta sem spark í rassinn"
Sár, svekkt og leið - „Ég er ekki sú ferskasta núna"
„Þetta er ekki upplifun sem ég hef fengið áður"
Steini: Ég er með samning áfram
Guðrún: Mikið af knúsum og ekki mikið af orðum
Cecilía: Leiðinlegt að hafa ekki gert meira fyrir þau
Karólína Lea: Það er langt síðan ég hef grenjað svona
Magnað viðtal við Glódísi - „Mun aldrei fyrirgefa mér það"
Ingibjörg meyr: Við ætlum að fokking vinna Noreg
Dagný: Ég hefði viljað ná að brjóta
Haddi: Ég skil ekki af hverju allir efast um Viðar
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
Óskar Hrafn: Ekkert grín að vera með þrjá fullvaxta karlmenn sem fá að faðma þig
   mán 04. júlí 2022 22:15
Haraldur Örn Haraldsson
Steven Lennon: Allt hefur breyst undir Eiði Smára
Mynd: Fótbolti.net - J.L.

Steven Lennon leikmaður FH skoraði eina mark liðsins í kvöld þegar þeir gerðu 1-1 jafntefli við Stjörnuna. Viðtalið er á ensku en er þýtt í textanum hér fyrir neðan.


Lestu um leikinn: FH 1 -  1 Stjarnan

„Mér fannst við hefðum átt að vinna leikinn. Ég held þetta hafi ekki verið hornspyrna, strákarnir sögðu að þetta fór í Stjörnuleikmann en dómarinn gaf horn þannig ég er svekktur að við fengum á okkur mark í endan og það virðist bara vera það sem gerist hjá okkur. Fáum á okkur aum mörk.

Lennon hefur ekki skorað mikið af mörkum í sumar en þetta var hans annað mark í sumar. Hann vonast þó til þess að þetta muni hjálpa honum að komast í markastuð.

„Ég vona það vinur, en já þú hefur rétt fyrir þér ég hef auðvitað ekki skorað jafn mikið og ég geri vanalega en mér finnst ég hafa verið í stöðum til að skora mörk og klúðrað svona 4-5 stórum marktækifærum en það er bara hluti af fótboltanum. Ég skoraði í dag og vonandi get ég bara haldið áfram í næstu leikjum og komi FH upp töfluna."

Þetta var þriðji leikurinn síðan Eiður Smári tók við liðinu og Lennon segir að margt hafi breyst.

„Algjörlega allt hefur breyst ef ég á að segja eins og er. Við erum skipulagðari, betra jafnvægi á liðinu, meira sjálfstraust og mér fannst það sjást í dag því við áttum að vinna Stjörnuna í kvöld sem er í þriðja sæti. Þannig ég held að á næstu vikum verðum við bara betri og eins og ég sagði byrja að klifra upp töfluna."

Með öllum þessum jákvæðu breytingum vonast Lennon að FH getur komist upp í efri hlutan þegar deildin skiptist í haust.

„Já ég vona það. Við þurfum að vinna nokkra leiki til þess að ná KR sem ég held að sé í sjötta sæti en það er klárlega mögulegt. Við þurfum bara að vera jákvæðir, við erum með nýtt þjálfarateymi Eiður og Venni eru báðir frábærir svo við getum byggt á þessu stigi. Ég veit að það er svekkjandi en þetta er stig gegn liði í þriðja sæti og við getum klifrað upp töfluna."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner