Man Utd ætlar að bjóða 70 milljónir fyrir Wharton - Newcastle undirbýr tilboð í Raphinha - Murillo á óskalista Barcelona - Toney ekki á förum
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
banner
   mán 04. júlí 2022 22:15
Haraldur Örn Haraldsson
Steven Lennon: Allt hefur breyst undir Eiði Smára
Mynd: Fótbolti.net - J.L.

Steven Lennon leikmaður FH skoraði eina mark liðsins í kvöld þegar þeir gerðu 1-1 jafntefli við Stjörnuna. Viðtalið er á ensku en er þýtt í textanum hér fyrir neðan.


Lestu um leikinn: FH 1 -  1 Stjarnan

„Mér fannst við hefðum átt að vinna leikinn. Ég held þetta hafi ekki verið hornspyrna, strákarnir sögðu að þetta fór í Stjörnuleikmann en dómarinn gaf horn þannig ég er svekktur að við fengum á okkur mark í endan og það virðist bara vera það sem gerist hjá okkur. Fáum á okkur aum mörk.

Lennon hefur ekki skorað mikið af mörkum í sumar en þetta var hans annað mark í sumar. Hann vonast þó til þess að þetta muni hjálpa honum að komast í markastuð.

„Ég vona það vinur, en já þú hefur rétt fyrir þér ég hef auðvitað ekki skorað jafn mikið og ég geri vanalega en mér finnst ég hafa verið í stöðum til að skora mörk og klúðrað svona 4-5 stórum marktækifærum en það er bara hluti af fótboltanum. Ég skoraði í dag og vonandi get ég bara haldið áfram í næstu leikjum og komi FH upp töfluna."

Þetta var þriðji leikurinn síðan Eiður Smári tók við liðinu og Lennon segir að margt hafi breyst.

„Algjörlega allt hefur breyst ef ég á að segja eins og er. Við erum skipulagðari, betra jafnvægi á liðinu, meira sjálfstraust og mér fannst það sjást í dag því við áttum að vinna Stjörnuna í kvöld sem er í þriðja sæti. Þannig ég held að á næstu vikum verðum við bara betri og eins og ég sagði byrja að klifra upp töfluna."

Með öllum þessum jákvæðu breytingum vonast Lennon að FH getur komist upp í efri hlutan þegar deildin skiptist í haust.

„Já ég vona það. Við þurfum að vinna nokkra leiki til þess að ná KR sem ég held að sé í sjötta sæti en það er klárlega mögulegt. Við þurfum bara að vera jákvæðir, við erum með nýtt þjálfarateymi Eiður og Venni eru báðir frábærir svo við getum byggt á þessu stigi. Ég veit að það er svekkjandi en þetta er stig gegn liði í þriðja sæti og við getum klifrað upp töfluna."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner